Þórkatla heldur Grindvíkingum í heljargreipum Soffía Snædís Sveinsdóttir skrifar 5. apríl 2024 09:30 Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar