Þórkatla heldur Grindvíkingum í heljargreipum Soffía Snædís Sveinsdóttir skrifar 5. apríl 2024 09:30 Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag eru fjórar vikur liðnar frá því að opnað var fyrir umsóknir um uppkaup eigna Grindvíkinga. Frumvarpið er auðvitað ekki gallalaust og margir sitja eftir með sárt ennið og tapa öllu sínu. Enginn græðir á þessari sölu og fæstir fá til baka þær fjárfestingar sem settar hafa verið í heimilin. Þegar opnað var fyrir umsóknir um uppkaup fullyrti Þórkatla að ferlið tæki um 2 til 4 vikur. Talað var um að þær eignir þar sem ekki var um að ræða aukið flækjustig gætu gengið hraðar í gegn, aðrar myndu taka lengri tíma. Ekki hefur heyrst múkk frá Þórkötlu eða framkvæmdastjóra félagsins, Erni Viðari Skúlasyni. Ekkert síðan 27. mars þegar fréttin var birt um að uppkaup myndu hefjast í byrjun apríl. Ekki orð. Margir Grindvíkingar hafa nú þegar misst þær eignir sem þeir höfðu gert tilboð í, vegna seinagangs Þórkötlu og þeirra sem þar starfa. Mér finnst þessi framkoma Þórkötlu gagnvart Grindvíkingum með öllu ólíðandi. Það er hræðilegt virðingaleysi gagnvart okkur að miðla ekki upplýsingum, að upplýsa ekki um hvað veldur þessum töfum. Hvernig er nýja tímalínan? Á ég að biðja um framlengingu á mínu tilboði um viku? tvær vikur? mánuð? Fyrir mörg er skaðinn þegar skeður og nokkuð ljóst úr því sem komið er að fleiri munu tapa þeim eignum sem tilboð voru gerð í. Þeim heimilum sem fólk var byrjað að sjá sig fyrir sér að byrja nýtt líf í. Því öryggi sem við ætluðum að búa börnunum okkar. Fótunum er enn á ný kippt undan okkur og í þetta sinn er það Þórkatla sem dregur okkur niður. Þórkatla gefur skít í okkur. Það að standa ekki við gefin loforð er eitt, það að þegja og miðla ekki upplýsingum er annað. Við erum þolinmótt fólk, við þurfum bara upplýsingar til að reyna að vinna úr okkar málum. Ég hef heyrt ávinning af því að rafræna lausnin sé það sem er að tefja ferlið. Þessi fína lausn sem byrjað var að vinna í fyrir áramót. Ef það er tilfellið er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og boða okkur til undirritunar með gamla laginu. Það er nokkuð ljóst að Þórkatla hefur ekki verið vakin og sofin yfir þessu verkefni, þar á bæ hefur sennilega enginn verið í vinnu yfir páskana, um kvöldin og um helgar. Sum verkefni eru bara þess eðlis að þau þurfa að klárast hratt og vel. Stundum þarf bara að spíta í lófana og láta hlutina ganga og ef fyrsta lausnin virkar ekki, þarf bara að halda áfram og prófa næstu. Girðið ykkur í brók! Takk Þórkatla og takk Ernir Viðar Skúlason fyrir ekki neitt! Höfundur er Grindvíkingur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun