Utan vallar: Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er heimasíða KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Keflavík og Stjarnan geta bæði flakkað um töfluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tölfræði og upplýsingagjöf var lengi vel stolt Körfuknattleikssambands Íslands en ekki lengur. Nú skammast menn út í og skammast sín fyrir þá upplýsingagjöf sem sambandið býður upp á. Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira