Utan vallar: Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er heimasíða KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2024 10:31 Keflavík og Stjarnan geta bæði flakkað um töfluna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tölfræði og upplýsingagjöf var lengi vel stolt Körfuknattleikssambands Íslands en ekki lengur. Nú skammast menn út í og skammast sín fyrir þá upplýsingagjöf sem sambandið býður upp á. Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Nýtt tölfræðikerfi var tekið upp í haust með hörmulegum afleiðingum og í fyrstu var afsökunin að þetta væru bara byrjunarerfiðleikar og að allt yrði miklu betra. Nú mörgum mánuðum síðar er staðan nánast sú sama. En af hverju að tala um þetta í dag 4. apríl, daginn sem deildarkeppni Subway deildar karla klárast? Jú, í kvöld getur margt gerst og margt breyst í töflunni. Úrslit í innbyrðis leikjum milli tveggja eða fleiri liða flækja málið og það gæti orðið stærðfræðireikningur að finna út lokastöðuna. Uppfærist seint Körfuboltaáhugafólk hefur auðvitað leitað á heimasíðu KKÍ eftir staðfestingu á lokastöðu í deildum en þau geta gleymt því í kvöld. Síðasti staðurinn til að fá rétta stöðu í kvöld er nefnilega heimasíða KKÍ. Úrslit leikja uppfærast líklega ekki fyrr en á miðnætti. Leikjum lýkur rétt rúmlega níu og því verða þrír klukkutímar í það að staðfest lokastaða detti inn. Þannig hefur þetta verið í vetur og ekkert sem bendir til þess að það breytist í kvöld. Það er enginn að fara bíða í þrjá klukkutíma eftir staðfestum úrslitum. Það hefði kannski gengið á síðustu öld en ekki árið 2024. Líka týnt í upplýsingaóreiðunni Kannski væri þá gott að upplýsa fólk með fréttum á heimasíðunni en það hefur verið lítið um slíkt á þessum óvissutímum. Starfsfólk sambandsins er örugglega líka týnt í upplýsingaóreiðunni eins og hinn almenni íslenski körfuboltaáhugamaður. Það dugar væntanlega lítið að skammast yfir þessu. Körfuknattleikssambands Íslands hefur sýnt okkur svart á hvítu í vetur að metnaður sambandsins liggur allt annars staðar en að hafa upplýsingagjöf með boðlegum hætti. Sex mánuðir og nánast sama staða Nú eru meiri en sex mánuðir liðnir síðan körfuboltaáhugafólk fór að reyna að rata í gegnum þetta nýja tölfræðiforrit á heimasíðu sambandsins og þetta er enn sem völundarhús í augum flestra. Það þýðir því ekkert að skammast yfir þessu í kvöld. Ég er búin að vara ykkur við. Þið verðið að leita eftir upplýsingum um lokastöðu Subway deildar karla á öðrum stöðum en á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum