Fenerbahce áfram í deildarkeppninni en Trabzonspor fær refsingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 10:00 Trabzonspor v Fenerbahce - Turkish Super Lig TRABZON, TURKIYE - MARCH 17: An aerial view of supporters entering on the pitch after the Turkish Super Lig week 30 football match between Trabzonspor and Fenerbahce at Papara Park in Trabzon, Turkiye on March 17, 2024. (Photo by Enes Sansar/Anadolu via Getty Images) Tyrkneska liðið Trabzonspor þarf að leika sex leiki fyrir luktum dyrum í refsingarskyni eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn í leik liðsins gegn Fenerbahce í síðasta mánuði. Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum. Tyrkneski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira