Fragg-bræðurnir efna til sumarmóts Snorri Már Vagnsson skrifar 4. apríl 2024 13:00 Jón Þór og Tómas Jóhannsson hafa verið sýnilegir í öllu tengdu Counter-Strike hérlendis. Hlaðvarpið þeirra, Fraggið, hefur slegið rækilega í gegn hérlendis. Félagarnir Jón Þór Ísfeld Hermannsson og Tómas Jóhannsson, sem standa að baki Counter-Strike podcastinu Fraggið, hafa efnt til móts í leiknum. Mótið ber heitið „Fraggmótið,“ og er fyrsta mótið sem félagarnir halda. Ljósleiðaradeildin, íslenska deildarkeppnin í Counter-Strike er nú komin í sumarfrí fram að hausti og segir Jón Þór í samtali við fréttamann að það sé vöntun á fleiri mótum í leiknum. Jón Þór og Tómas hafa fengið til sín nokkra af skipuleggjendum Ljósleiðaradeildarinnar til að hjálpa til við uppsetningu mótsins. „Þetta er fyrsta alvöru mótið sem við höldum og ætlum að gera enn meira ef skráning gengur vel,“ segir Jón Þór. Á Facebook-hópnum Counter-Strike á Íslandi hefur verið opnað fyrir skráningu, en hver leikmaður þarf að greiða 2.000 kr. fyrir þáttöku í mótinu, en hefðbundin skráning stendur fram að 12. apríl. Úrslitin verða spiluð á Arena Gaming á Smáratorgi, en úrslitakeppni Ljósleiðaradeildarinnar fór fram þar á dögunum og má segja að húsið hafi verið pakkfullt. Í tilkynningu á Facebook-hópnum segir Jón Þór að verðlaunafé sé upp á 300.000 krónur en eftir eigi að bætast í þann pott. Skráning á mótið fer fram á vef Challengermode. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport
Mótið ber heitið „Fraggmótið,“ og er fyrsta mótið sem félagarnir halda. Ljósleiðaradeildin, íslenska deildarkeppnin í Counter-Strike er nú komin í sumarfrí fram að hausti og segir Jón Þór í samtali við fréttamann að það sé vöntun á fleiri mótum í leiknum. Jón Þór og Tómas hafa fengið til sín nokkra af skipuleggjendum Ljósleiðaradeildarinnar til að hjálpa til við uppsetningu mótsins. „Þetta er fyrsta alvöru mótið sem við höldum og ætlum að gera enn meira ef skráning gengur vel,“ segir Jón Þór. Á Facebook-hópnum Counter-Strike á Íslandi hefur verið opnað fyrir skráningu, en hver leikmaður þarf að greiða 2.000 kr. fyrir þáttöku í mótinu, en hefðbundin skráning stendur fram að 12. apríl. Úrslitin verða spiluð á Arena Gaming á Smáratorgi, en úrslitakeppni Ljósleiðaradeildarinnar fór fram þar á dögunum og má segja að húsið hafi verið pakkfullt. Í tilkynningu á Facebook-hópnum segir Jón Þór að verðlaunafé sé upp á 300.000 krónur en eftir eigi að bætast í þann pott. Skráning á mótið fer fram á vef Challengermode.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti