Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 13:22 Baldur segir framboð Katrínar og mögulegan sigur í forsetakosningunum myndu vekja ýmsar spurningar um hæfi hennar. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Samstöðin hefur birt brot úr viðtali við Baldur sem sýnt verður í kvöld en þar spyr hann meðal annars að því hvernig Katrín eigi sem forseti að geta haft aðhald með ríkisstjórninni ef hún situr áfram. „Þetta er náttúrulega mjög athyglisverð staða að sitjandi forsætisráðherra sé að velta fyrir sér að bjóða sig fram,“ segir Baldur. Hann segist heldur gera ráð fyrir að Katrín bjóði sig fram en ekki. Þá yrði gaman að „takast á við hana“ en hins vegar kitli staðan hann líka sem stjórnmálaskýranda. „Ef að Katrín Jakobsdóttir býður sig fram til forseta þá er tvennt sem liggur því til grundvallar; annað hvort er hún ekki að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og þá er ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi og stjórnarkreppa í landinu, eða að hún er að gera þetta í samráði við samstarfsflokka sína og það verður skipt um forsætisráðherra í samráði við hana og samstarfsflokka hennar. Og þá er hún orðinn beinn þátttakandi í myndun þeirrar ríkisstjórnar sem hún ætlar að vera forseti yfir.“ Baldur segist ekki vita hvort sé verra, að sitjandi forsætisráðherra leiði til stjórnarkeppu eða að hún myndi eigin ríkisstjórn sem hún ætli svo að vera yfir. „Hvernig á hún að geta haft aðhald með verkum meirihluta þingisns eða stjórnvalda? Eða þá að þetta leiði til stjórnarkreppu og stjórnarkrísu, sem er mjög alvarlegur hlutur. Það er mjög alvarlegur hlutur hvað sem okkur finnst um ríkisstjórnina,“ segir Baldur. „Þetta snýst orðið um eitthvað annað en málefnin eða stöðugleika eða hagsmuni þjóðarinnar. Þetta snýst orðið um eitthvað annað.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira