„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 09:30 Stjarnan var heitasta lið Bestu deildar karla þegar síðasta tímabili lauk. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira