Góðir skór og hlý föt mikilvægast í fuglaskoðun Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. apríl 2024 20:27 Hópur fólks lagði leið sína í Gróttu fyrr í kvöld. Vísir Fuglaskoðun Landverndar og Fuglaverndar fór fram í Gróttu á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Líffræðingur segir nokkrar vikur þar til allir farfuglarnir verði komnir til landsins. „Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn. Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari ferð er að bjóða félögum okkar, bæði Landverndar og Fuglaverndar, upp á skemmtilega ferð í náttúruna að skoða fuglalífið,“ segir Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir fræðslustjóri hjá Landvernd. „Þetta er mín fyrsta fuglaganga sjálf og fuglaskoðun. Og þetta er bara mjög spennandi,“ bætir Vigdís við. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur veit nærri allt um fugla. Aðspurður hvort allir farfuglarnir séu mættir til landsins segir hann svo ekki vera „Ég myndi nú ekki segja að þeir séu allir mættir. Þeir eru svona að tínast inn, lóur og andfuglar líka, helsingi og grágæs, og hitt og þetta. Allt byrjað að detta inn en það eru ennþá nokkrar vikur í að þeir verði allir komnir, hugsa ég.“ Honum skilst að farfuglarnir hafi komið til landsins á tiltölulega venjulegum tíma í ár. „Ég er búinn að sjá nokkra sendlinga, og tjald og æðarfugla. Stokkendur og hitt og þetta,“ segir Aron. „Og líka lóuna!“ bætir Vigdís við. Hér er fólk með kíki og myndavélar. Þarf maður að hafa góðan búnað í svona ferð? „Ég myndi segja að það sé fyrst og fremst klæðnaðurinn sem skiptir máli, svo að manni verði ekki kalt. Maður getur alveg séð fugla með einhverjum tiltölulega ódýrum sjónauka eða farið út í eitthvað dýrt. En það skiptir mestu máli að vera með góða skó og góðan fatnað,“ segir Aron. Hann segir kríurnar eiga að baki lengsta ferðalagið. Fuglarnir noti ýmsar leiðir til þess að vita hvenær sé kominn tími til að halda til Íslands, til dæmis lengd dagsins og segulsvið jarðar. Sumir séu líklega með einskonar innbyggt kort sem vísar þeim veginn.
Fuglar Seltjarnarnes Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira