Sterkir forsetaframbjóðendur geta gjörbreytt stöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 19:20 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir baráttuna fyrir forsetakosningarnar hinn 1. júni geta orðið mjög spennandi. Reynslan sýni að fylgið geti breytist töluvert í kosningabaráttunni. Stöð 2/Einar Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands eða ekki. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í kosningabaráttunni. Nú þegar um níu vikur eru til forsetakosninga er verið að safna meðmælendum með framboði um sextíu einstaklinga. Lang flestir þeirra munu heltast úr lestinni áður en framboðsfrestur rennur út hinn 26. apríl. Aðeins ein könnun hefur verið birt um fylgi frambjóðenda, sem Prósent birti í síðustu viku. Þar nýtur Baldur Þórhallsson mest fylgis eða 37 prósenta og Halla Tómasdóttir er næst honum með 15 prósent. Aðrir mælast með eins stafs tölu en 34 prósent eru óákveðnir. Ef aðeins þeir sem tóku afstöðu eru skoðaðir nýtur Baldur fylgis 56 prósenta og Halla 23 prósenta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir í þessari viku hvort hún söðli um og bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hér er hún til alls vís á tröppum Bessastaða með þá Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra í gættinni.Vísir/Vilhelm En frá því þessi könnun var gerð hefur Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar tilkynnt um framboð og fastlega er búist við að Jón Gnarr gerði það með myndbandi klukkan átta í kvöld. Þá bíða margir eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra geri upp hug sinn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hún tilkynna af eða á um framboð í þessari viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri liggur einnig undir felldi. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sem þekkir til kosningabaráttu allra forsetaframboða segir þessa mögulegu frambjóðendur geta breytt stöðunni. Katrínu hafi lengi notið mikils persónufylgis og verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins þótt Kristrún Frostadóttir hafi skotist upp fyrir hana undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson segir stjórnmálaþátttöku Ólafs Ragnars Grímssonar ekki hafa spillt fyrir honum í kosningunum 1996. Staða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þurfi því ekki að spilla fyrir henni.Stöð 2/Einar „Stjórnin sem hún stýrir er líka mjög óvinsæl og flokkurinn hennar hefur farið mjög illa út úr skoðanakönnunum. Þannig að við vitum ekki hvort þetta breytta pólitíska landslag hefði einhver áhrif á hugsanlegt gengi hennar í forsetakosningum,“ segir Ólafur. Þótt Katrín byði sig fram þyrfti það ekki að þýða endalok ríkisstjórnarinnar og nokkrar fléttur sem þar kæmu til greina. Mögulegt framboð forsætisráðherrans hefur þó orðið til þess að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að boða til fundar í þingflokknum um málið á morgun. „Þetta getur orðið mjög spennandi kosningabarátta. Í kosningabaráttunni 2016 sáum við verulegar fylgisbreytingar meðan á kosningabaráttunni stóð. Það gæti vel endurtekið sig.“ Þá hafi þjóðin oft komið á óvart þegar komi að forsetakosningum. „Við höfum mörg dæmi um að þjóðin er ólíkindatól þegar forsetakosningar eru annars vegar. Það er mjög erfitt að spá fyrir í hvaða skapi hún er þegar gengið er til þess að kjósa forseta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19 Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Nú þegar um níu vikur eru til forsetakosninga er verið að safna meðmælendum með framboði um sextíu einstaklinga. Lang flestir þeirra munu heltast úr lestinni áður en framboðsfrestur rennur út hinn 26. apríl. Aðeins ein könnun hefur verið birt um fylgi frambjóðenda, sem Prósent birti í síðustu viku. Þar nýtur Baldur Þórhallsson mest fylgis eða 37 prósenta og Halla Tómasdóttir er næst honum með 15 prósent. Aðrir mælast með eins stafs tölu en 34 prósent eru óákveðnir. Ef aðeins þeir sem tóku afstöðu eru skoðaðir nýtur Baldur fylgis 56 prósenta og Halla 23 prósenta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnir í þessari viku hvort hún söðli um og bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hér er hún til alls vís á tröppum Bessastaða með þá Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra í gættinni.Vísir/Vilhelm En frá því þessi könnun var gerð hefur Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar tilkynnt um framboð og fastlega er búist við að Jón Gnarr gerði það með myndbandi klukkan átta í kvöld. Þá bíða margir eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra geri upp hug sinn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hún tilkynna af eða á um framboð í þessari viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri liggur einnig undir felldi. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur sem þekkir til kosningabaráttu allra forsetaframboða segir þessa mögulegu frambjóðendur geta breytt stöðunni. Katrínu hafi lengi notið mikils persónufylgis og verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins þótt Kristrún Frostadóttir hafi skotist upp fyrir hana undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson segir stjórnmálaþátttöku Ólafs Ragnars Grímssonar ekki hafa spillt fyrir honum í kosningunum 1996. Staða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þurfi því ekki að spilla fyrir henni.Stöð 2/Einar „Stjórnin sem hún stýrir er líka mjög óvinsæl og flokkurinn hennar hefur farið mjög illa út úr skoðanakönnunum. Þannig að við vitum ekki hvort þetta breytta pólitíska landslag hefði einhver áhrif á hugsanlegt gengi hennar í forsetakosningum,“ segir Ólafur. Þótt Katrín byði sig fram þyrfti það ekki að þýða endalok ríkisstjórnarinnar og nokkrar fléttur sem þar kæmu til greina. Mögulegt framboð forsætisráðherrans hefur þó orðið til þess að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að boða til fundar í þingflokknum um málið á morgun. „Þetta getur orðið mjög spennandi kosningabarátta. Í kosningabaráttunni 2016 sáum við verulegar fylgisbreytingar meðan á kosningabaráttunni stóð. Það gæti vel endurtekið sig.“ Þá hafi þjóðin oft komið á óvart þegar komi að forsetakosningum. „Við höfum mörg dæmi um að þjóðin er ólíkindatól þegar forsetakosningar eru annars vegar. Það er mjög erfitt að spá fyrir í hvaða skapi hún er þegar gengið er til þess að kjósa forseta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58 Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19 Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36
Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. 2. apríl 2024 09:58
Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19
Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. 13. mars 2024 10:53