Tölustafurinn, þá sérstaklega þegar tvítekinn (44), þótti vísa of mikið til einkennismerkis Schutzstaffel (SS) öryggis- og hersveitar þýska Nasistaflokksins.
Ich dachte zuerst, es wäre ein 1. April Scherz, aber die Geschichte ist wahr.
— 🅲🅾🆇🆇 (@queru_lant) April 1, 2024
Adidas streicht die Nummer 4 ☝️ pic.twitter.com/2KfUniwsz8
Á vefsíðu Adidas er treyja Johnathan Tah ekki lengur til sölu og ekki er hægt að ganga frá kaupum á persónusniðnum treyjum þar sem kaupandi velur sjálfur nafn og númer.
Talsmaður Adidas sagði þýska knattspyrnusambandið og 11teamsports, samstarfsaðila þeirra, bera ábyrgð á hönnun treyjunnar.
Adidas sjái einungis um framleiðslu en hafi ákveðið að taka treyjurnar úr sölu þar sem þær samræmast ekki stefnu fyrirtækisins.
Treyjan og letrið sem notast var við stóðst prófun UEFA, án athugasemda. Þýska knattspyrnusambandið samþykkti samt ákvörðun Adidas og mun hanna nýtt letur fyrir tölustafinn.