„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 13:42 Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. „Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni. Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni.
Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52