„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 13:42 Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. „Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni. Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
„Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni.
Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52