Settu báðar Íslandsmet í íslenskum sleggjubardaga í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:01 ÍR-ingarnir Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir eru báðar að gera frábæra hluti í Bandaríkjunum á þessu tímabili. Frjálsíþróttasamband Íslands Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð i gær fyrsta íslenska konan til að kasta yfir sjötíu metra í sleggjukasti. Tvær íslenskar konur settu Íslandsmet í sömu grein og á sama móti þegar flottasta sleggjukasteinvígi Íslandssögunnar fór fram í Texas í gær. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttur sló fyrst Íslandsmet Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur en Elísabet gaf allt sitt í síðasta kast mótsins og tók Íslandsmetið til baka. View this post on Instagram A post shared by Eli sabet Rut Ru narsdo ttir (@elisabet0) Guðrún Karítas kastaði 69,76 metra í fjórðu umferð en Elísabet hafði bætt Íslandsmetið um tvo metra þegar hún kastaði 69,11 metra 15. mars síðastliðinn. Átti metið í tíu til fimmtán mínútur Guðrún átti Íslandsmetið í svona tíu til fimmtán mínútur eða þar til að Elísabet náði risakasti í lokaumferðinni. Elísabet Rut bætti ekki bara Íslandsmetið í annað skiptið á stuttum tíma heldur braut hún niður mikinn múr í leiðinni. Elísabet Rut kastaði nefnilega 70,33 metra í lokakasti sínu og hún varð þar með fyrsta íslenska konan sem kastar yfir sjötíu metra. Íslandsmetið byrjaði árið í 66,98 metrum en stendur nú í 70,33 metrum. Elísabet er því búin að bæta Íslandsmetið um meira en þrjá metra og þrjátíu sentimetra á þessu tímabili og geri aðrir betur. Guðrún Karítas átti best 65,42 metra kast fyrir þetta ár og er því búin að bæta sig um fjóra metra. Samkeppnin hjá þessum góðvinkonum úr ÍR er líka að kalla fram nýjar hæðir í íslensku sleggjukasti og tímabilið er rétt að byrja. Gaman að vera góða samkeppni „Ég er virkilega sátt með þetta mót og með það að hafa loksins kastað yfir sjötíu metra. Ég er búin að vita lengi að ég eigi þetta inni en það gerðist loksins í dag. Guðrún átti risa kast í fjórðu umferð sem hvatti mig rosalega mikið áfram. Svo kom þetta kast mitt í síðustu umferð. Það var rosalega gaman að vera með svona góða samkeppni og það hjálpaði mér og Guðrúnu báðum að bæta okkur svona mikið,“ sagði Elísabet Rut í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Langt yfir væntingum „Ég er alveg rosalega ánægð með daginn og hvernig tímabilið er að byrja hjá mér. Langt yfir væntingum. Ég var alls ekki að búast við því að bæta mig svona mikið og svona fljótt. Gaman að fá svona góða keppni frá Betu þar sem við getum ýtt hvor annarri áfram eins og í dag. Tímabilið er rétt að byrja og margt hægt að bæta svo ég er bara mjög spennt að sjá hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðrún Karítas í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Hér fyrir neðan má þær ræða daginn á fésbókarsíðunni Íslenskt frjálsíþróttafólk í háskólum Bandaríkjanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira