Ronaldo hefur skorað 54 þrennur fyrir félagslið og tíu þrennur fyrir portúgalska landsliðið.
Ronaldo skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik þegar Al Nassr vann 5-1 sigur á Al Tai í sádi-arabísku deildinni.
Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 26 deildarmörk í leiktíðinni og er markhæstur í allri deildinni.
Hinn 39 ára gamli Ronaldo sást ekki mikið fram að fyrsta marki sínu á 64. mínútu. Hann bætti við öðru marki þremur mínútur síðar og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki.
Þrennan þýðir að Ronaldo hefur nú náð því að skora að minnsta kosti eina þrennu á fimmtán almanaksárum í röð sem er magnað afrek.
Hann skoraði sína fyrstu þrennu árið 2008, náði ekki að skora þrennu á almanaksárinu 2009 en frá og með árinu 2010 þá hefur hann skorað eina þrennu eða fleiri á öllum árum í einn og hálfan áratug.
Auk þess að skora 26 mörk þá hefur Ronaldo einnig gefið 9 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann hefur því komið með beinum hætti að 35 mörkum sem er það næstmesta í sögu sádi-arabísku deildarinnar frá upphafi. Metið á Abderrazak Hamdallah sem kom að 43 mörkum tímabilið 2018-19.