Ronaldo með þrennu á fimmtán árum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 10:20 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Al Nassr en hann hefur skorað 26 mörk fyrir félagið á tímabilinu. Getty/ Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo er alls ekki hættur að bæta við glæsilega ferilskrá sína og í gær skoraði hann 64. þrennuna á ferli sínum yfir félagslið eða landslið. Ronaldo hefur skorað 54 þrennur fyrir félagslið og tíu þrennur fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik þegar Al Nassr vann 5-1 sigur á Al Tai í sádi-arabísku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Squawka Football (@squawkafootball) Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 26 deildarmörk í leiktíðinni og er markhæstur í allri deildinni. Hinn 39 ára gamli Ronaldo sást ekki mikið fram að fyrsta marki sínu á 64. mínútu. Hann bætti við öðru marki þremur mínútur síðar og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki. Þrennan þýðir að Ronaldo hefur nú náð því að skora að minnsta kosti eina þrennu á fimmtán almanaksárum í röð sem er magnað afrek. Hann skoraði sína fyrstu þrennu árið 2008, náði ekki að skora þrennu á almanaksárinu 2009 en frá og með árinu 2010 þá hefur hann skorað eina þrennu eða fleiri á öllum árum í einn og hálfan áratug. Auk þess að skora 26 mörk þá hefur Ronaldo einnig gefið 9 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann hefur því komið með beinum hætti að 35 mörkum sem er það næstmesta í sögu sádi-arabísku deildarinnar frá upphafi. Metið á Abderrazak Hamdallah sem kom að 43 mörkum tímabilið 2018-19. View this post on Instagram A post shared by Emilio Sansolini (@emiliosansolini) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ronaldo hefur skorað 54 þrennur fyrir félagslið og tíu þrennur fyrir portúgalska landsliðið. Ronaldo skoraði öll þrjú mörkin sín í seinni hálfleik þegar Al Nassr vann 5-1 sigur á Al Tai í sádi-arabísku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Squawka Football (@squawkafootball) Portúgalski framherjinn hefur nú skorað 26 deildarmörk í leiktíðinni og er markhæstur í allri deildinni. Hinn 39 ára gamli Ronaldo sást ekki mikið fram að fyrsta marki sínu á 64. mínútu. Hann bætti við öðru marki þremur mínútur síðar og innsiglaði síðan þrennuna með skallamarki. Þrennan þýðir að Ronaldo hefur nú náð því að skora að minnsta kosti eina þrennu á fimmtán almanaksárum í röð sem er magnað afrek. Hann skoraði sína fyrstu þrennu árið 2008, náði ekki að skora þrennu á almanaksárinu 2009 en frá og með árinu 2010 þá hefur hann skorað eina þrennu eða fleiri á öllum árum í einn og hálfan áratug. Auk þess að skora 26 mörk þá hefur Ronaldo einnig gefið 9 stoðsendingar á þessu tímabili. Hann hefur því komið með beinum hætti að 35 mörkum sem er það næstmesta í sögu sádi-arabísku deildarinnar frá upphafi. Metið á Abderrazak Hamdallah sem kom að 43 mörkum tímabilið 2018-19. View this post on Instagram A post shared by Emilio Sansolini (@emiliosansolini)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira