„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2024 11:42 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent