Írska landsliðið hefur verið án fastráðins þjálfara síðan í nóvember þegar samningur Stephen Kenny var ekki endurnýjaður en Kenny mistókst að tryggja liðinu sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar.
Í millitíðinni hefur annar fyrrum leikmaður Manchester United, John O'Shea, stjórnað liðinu en hann var áður aðstoðarþjálfari þess. Keane er sagður hafa verið ofarlega á óskalista knattspyrnusambandsins en lokaákvörðun um ráðningu á að liggja fyrir í næsta mánuði.
Keane lék sjálfur 62 landsleiki fyrir Írland og var fyrirliði liðsins á HM 2002. Eftir að leikmannaferli hans lauk árið 2006 gerðist hann knattspyrnustjóri Sunderland og kom liðinu upp í efstu deild. Hann tók síðan við Ipswich í apríl 2009 en var sagt upp störfum í janúar 2011.
Síðan þá hefur Keane ekki þjálfað félagslið en hann var aðstoðarþjálfari írska landsliðsins á árunum 2013-2018 við hlið Martin O'Neill.