Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:50 Alþjóðadómstóllinn hefur gert Ísrael að hleypa hjálpargögnum og mannúðaraðstoð inn á Gasa, svo afstýra megi hungursneyð. AP/Fatima Shbair Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira