„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 14:27 Gróðureldar hafa komið upp við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. „Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira