„Flottur sigur og heilt yfir fín frammistaða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:51 Halldór Árnason var sáttur við spilamennsku Blikaliðsins. Vísir / Hulda Margrét Halldór Árnason, þjálfari nýkrýndra Lengjubikarmeistara í fótbolta karla, Breiðabliks, var sáttur við spilamennsku lærisveina sinna þegar liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 4-1, í úrslitaleik mótsins á Kópavogsvelli í kvöld. „Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu. Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
„Við byrjuðum báða hálfleiki frekar rólega og vorum ekki nógu góðir á boltann. Það pirraði mig aðeins og ég var nálægt því að láta vel í mér heyra í þeim seinni þegar þetta gerðist aftur. Ég þurfti hins vegar ekki að gera það þar sem spilið varð mun betra þegar líða tók á báða hálfleiki,“ sagði Halldór í samtali við Stöð 2 Sport að leik loknum. „Við náðum góðu flæði á boltann og heilt spiluðum við bara vel og skoruðum fjögur fín mörk. Við erum bara á góðum stað nú þegar það er rúm vika í að Íslandsmótið byrji og ég er bara sáttur við stöðuna á liðinu. Það er alltaf gaman að vinna og góður bónus að lyfta bikar einnig,“ sagði Halldór einnig. Kristófer Ingi Kristinsson kom Blikum á bragðið í leiknum en hann fór af velli í hálfleik. Halldór sagði það hafa verið vegna meiðsla: „Kristófer Ingi fékk högg skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þess vegna tókum við hann útaf. Ég held og vona að þetta sé ekkert alvarlegt en við vildum ekki taka neina sjénsa,“ sagði þjálfarinn um framherjann sinn. „Nú förum við bara í það að búa okkur fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins og freista þess að fá meidda leikmenn aftur inn á völlinn. Við erum bara spenntir fyrir því að alvaran fari að byrja,“ sagði hann um framhaldið en Oliver Sigurjónsson og Patrik Johannensen voru á meiðslalistanum í kvöld. Oliver að glíma við meiðsli og Patrik að koma til baka eftir krossbandaslit. Þá eru Arnór Gauti Jónsson og Eyþór Aron Wöhler í verkefni með U-21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn Lengjubikar karla Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira