Sprungufylling á borði bæjarstjórnar en eðlilegt að hún óski hjálpar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir verkefnið klárlega eiga heima á borði sveitarstjórnar. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að bæjarstjórn Grindavíkur þurfi að fara með umsjón sprungufyllinga í bænum. Það sé þó ekki óeðlilegt að sveitarfélagið óski eftir stuðningi til þess. Ótímabært sé þó að lofa einhverjum peningafjárhæðum í verkið. Bæjaryfirvöld í Grindavík kölluðu eftir því í gær að ríkið komi að fjármögnun sprungufylinga og viðgerða í bænum. Frumniðurstöður jarðvegskönnunar hafa verið gefnar út og kynntar fyrir bæjarstjórn. Níu svæði hafa í kjölfarið verið girt af þar sem holrými og hættur sem leynast neðanjarðar komu í ljós. Bæjarstjórn segir verkefnið hlaupa á hundruðum milljóna. „Það er náttúrulega augljóst að þetta verkefni er eitt af þeim risavöxnu verkefnum sem bæjarstjórnin og bæjaryfirvöld í Grindavík þurfa að fjalla um. Við gerðum samning við sveitarstjórnina um daginn um að styrkja þeirra umgjörð til að taka ákvarðanir á stjórnsýslu- og fjárhagslegu sviði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um málið. Hann segir nú þurfa að svara þeirri spurningu hver eigi að halda utan um þessi verkefni, sem hafi verið í höndum nokkurra, þar á meðal Almannavarna og Vegagerðarinnar. „Það er auðvitað eðlilegast að sveitarfélagið haldi utan um þetta en það er ekki óeðlilegt að það óski eftir einhvers konar stuðningi við að gera það. Fyrst þarf auðvitað að fara í gegn um umtalsverðar greiningar á því: Er þetta gerlegt? Hvert er kostnaðarmat? Hvert er markmiðið? Ég held að þetta sé frekar upphafið að þessu samtali heldur en að komið sé að því að einhverjir ráðherrar taki ákvörðun um það,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Augljóst sé að hans mati að þetta verkefni falli undir sveitarfélagið. Inntur eftir því hvort hann telji gerlegt að fylla upp í sprungurnar segir hann: „[Það] er augljóst að þarna þarf að fara fram gríðarleg greining á því hvað er gerlegt, hvað er hægt, hvað kostar það, hvernig nálgumst við það og í hvaða tilgangi er það gert,“ segir Sigurður Ingi. Frumniðurstöður jarðvegskönnunarinnar hafi ekki verið kynntar ríkisstjórn. „Og eins og ég segi er mikilvægt að þarna sé einhver miðlægur aðili sem getur ekki verið neinn annar á þessu stigi en bæjarstjórn. Það er líka og er alveg yfirlýst skoðun ríkisstjórnar, og klárlega mín, að við þurfum að koma að því með einhverjum hætti. En ég held það sé ekki tímabært að fjalla um það akkúrat núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30 Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53 Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Grindavík kölluðu eftir því í gær að ríkið komi að fjármögnun sprungufylinga og viðgerða í bænum. Frumniðurstöður jarðvegskönnunar hafa verið gefnar út og kynntar fyrir bæjarstjórn. Níu svæði hafa í kjölfarið verið girt af þar sem holrými og hættur sem leynast neðanjarðar komu í ljós. Bæjarstjórn segir verkefnið hlaupa á hundruðum milljóna. „Það er náttúrulega augljóst að þetta verkefni er eitt af þeim risavöxnu verkefnum sem bæjarstjórnin og bæjaryfirvöld í Grindavík þurfa að fjalla um. Við gerðum samning við sveitarstjórnina um daginn um að styrkja þeirra umgjörð til að taka ákvarðanir á stjórnsýslu- og fjárhagslegu sviði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um málið. Hann segir nú þurfa að svara þeirri spurningu hver eigi að halda utan um þessi verkefni, sem hafi verið í höndum nokkurra, þar á meðal Almannavarna og Vegagerðarinnar. „Það er auðvitað eðlilegast að sveitarfélagið haldi utan um þetta en það er ekki óeðlilegt að það óski eftir einhvers konar stuðningi við að gera það. Fyrst þarf auðvitað að fara í gegn um umtalsverðar greiningar á því: Er þetta gerlegt? Hvert er kostnaðarmat? Hvert er markmiðið? Ég held að þetta sé frekar upphafið að þessu samtali heldur en að komið sé að því að einhverjir ráðherrar taki ákvörðun um það,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Augljóst sé að hans mati að þetta verkefni falli undir sveitarfélagið. Inntur eftir því hvort hann telji gerlegt að fylla upp í sprungurnar segir hann: „[Það] er augljóst að þarna þarf að fara fram gríðarleg greining á því hvað er gerlegt, hvað er hægt, hvað kostar það, hvernig nálgumst við það og í hvaða tilgangi er það gert,“ segir Sigurður Ingi. Frumniðurstöður jarðvegskönnunarinnar hafi ekki verið kynntar ríkisstjórn. „Og eins og ég segi er mikilvægt að þarna sé einhver miðlægur aðili sem getur ekki verið neinn annar á þessu stigi en bæjarstjórn. Það er líka og er alveg yfirlýst skoðun ríkisstjórnar, og klárlega mín, að við þurfum að koma að því með einhverjum hætti. En ég held það sé ekki tímabært að fjalla um það akkúrat núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30 Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53 Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30
Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53
Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent