Sprungufylling á borði bæjarstjórnar en eðlilegt að hún óski hjálpar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir verkefnið klárlega eiga heima á borði sveitarstjórnar. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ljóst að bæjarstjórn Grindavíkur þurfi að fara með umsjón sprungufyllinga í bænum. Það sé þó ekki óeðlilegt að sveitarfélagið óski eftir stuðningi til þess. Ótímabært sé þó að lofa einhverjum peningafjárhæðum í verkið. Bæjaryfirvöld í Grindavík kölluðu eftir því í gær að ríkið komi að fjármögnun sprungufylinga og viðgerða í bænum. Frumniðurstöður jarðvegskönnunar hafa verið gefnar út og kynntar fyrir bæjarstjórn. Níu svæði hafa í kjölfarið verið girt af þar sem holrými og hættur sem leynast neðanjarðar komu í ljós. Bæjarstjórn segir verkefnið hlaupa á hundruðum milljóna. „Það er náttúrulega augljóst að þetta verkefni er eitt af þeim risavöxnu verkefnum sem bæjarstjórnin og bæjaryfirvöld í Grindavík þurfa að fjalla um. Við gerðum samning við sveitarstjórnina um daginn um að styrkja þeirra umgjörð til að taka ákvarðanir á stjórnsýslu- og fjárhagslegu sviði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um málið. Hann segir nú þurfa að svara þeirri spurningu hver eigi að halda utan um þessi verkefni, sem hafi verið í höndum nokkurra, þar á meðal Almannavarna og Vegagerðarinnar. „Það er auðvitað eðlilegast að sveitarfélagið haldi utan um þetta en það er ekki óeðlilegt að það óski eftir einhvers konar stuðningi við að gera það. Fyrst þarf auðvitað að fara í gegn um umtalsverðar greiningar á því: Er þetta gerlegt? Hvert er kostnaðarmat? Hvert er markmiðið? Ég held að þetta sé frekar upphafið að þessu samtali heldur en að komið sé að því að einhverjir ráðherrar taki ákvörðun um það,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Augljóst sé að hans mati að þetta verkefni falli undir sveitarfélagið. Inntur eftir því hvort hann telji gerlegt að fylla upp í sprungurnar segir hann: „[Það] er augljóst að þarna þarf að fara fram gríðarleg greining á því hvað er gerlegt, hvað er hægt, hvað kostar það, hvernig nálgumst við það og í hvaða tilgangi er það gert,“ segir Sigurður Ingi. Frumniðurstöður jarðvegskönnunarinnar hafi ekki verið kynntar ríkisstjórn. „Og eins og ég segi er mikilvægt að þarna sé einhver miðlægur aðili sem getur ekki verið neinn annar á þessu stigi en bæjarstjórn. Það er líka og er alveg yfirlýst skoðun ríkisstjórnar, og klárlega mín, að við þurfum að koma að því með einhverjum hætti. En ég held það sé ekki tímabært að fjalla um það akkúrat núna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30 Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53 Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Grindavík kölluðu eftir því í gær að ríkið komi að fjármögnun sprungufylinga og viðgerða í bænum. Frumniðurstöður jarðvegskönnunar hafa verið gefnar út og kynntar fyrir bæjarstjórn. Níu svæði hafa í kjölfarið verið girt af þar sem holrými og hættur sem leynast neðanjarðar komu í ljós. Bæjarstjórn segir verkefnið hlaupa á hundruðum milljóna. „Það er náttúrulega augljóst að þetta verkefni er eitt af þeim risavöxnu verkefnum sem bæjarstjórnin og bæjaryfirvöld í Grindavík þurfa að fjalla um. Við gerðum samning við sveitarstjórnina um daginn um að styrkja þeirra umgjörð til að taka ákvarðanir á stjórnsýslu- og fjárhagslegu sviði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um málið. Hann segir nú þurfa að svara þeirri spurningu hver eigi að halda utan um þessi verkefni, sem hafi verið í höndum nokkurra, þar á meðal Almannavarna og Vegagerðarinnar. „Það er auðvitað eðlilegast að sveitarfélagið haldi utan um þetta en það er ekki óeðlilegt að það óski eftir einhvers konar stuðningi við að gera það. Fyrst þarf auðvitað að fara í gegn um umtalsverðar greiningar á því: Er þetta gerlegt? Hvert er kostnaðarmat? Hvert er markmiðið? Ég held að þetta sé frekar upphafið að þessu samtali heldur en að komið sé að því að einhverjir ráðherrar taki ákvörðun um það,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Augljóst sé að hans mati að þetta verkefni falli undir sveitarfélagið. Inntur eftir því hvort hann telji gerlegt að fylla upp í sprungurnar segir hann: „[Það] er augljóst að þarna þarf að fara fram gríðarleg greining á því hvað er gerlegt, hvað er hægt, hvað kostar það, hvernig nálgumst við það og í hvaða tilgangi er það gert,“ segir Sigurður Ingi. Frumniðurstöður jarðvegskönnunarinnar hafi ekki verið kynntar ríkisstjórn. „Og eins og ég segi er mikilvægt að þarna sé einhver miðlægur aðili sem getur ekki verið neinn annar á þessu stigi en bæjarstjórn. Það er líka og er alveg yfirlýst skoðun ríkisstjórnar, og klárlega mín, að við þurfum að koma að því með einhverjum hætti. En ég held það sé ekki tímabært að fjalla um það akkúrat núna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30 Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53 Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. 25. mars 2024 20:30
Jörðin í Grindavík gaf sig undan vinnuvél Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna. 25. mars 2024 15:53
Níu svæði í Grindavík girt af Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. 25. mars 2024 12:13