Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2024 12:13 Önnur konan var ólétt þegar árásin átti sér stað. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur
Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira