Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 14:16 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. Aðalfundur Landsbankans átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag, 20. mars, en var frestað um fjórar vikur að beiðni Bankasýslunnar í kjölfar þess að tilkynnt var um samþykkt Kviku banka á skuldbindandi kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar 17. mars síðastliðinn. Fundurinn fer því fram 19. apríl næstkomandi og rennur út frestur fyrir hluthafa til að tilnefna í bankaráð Landsbankans fimm dögum fyrir aðalfund, 14. apríl. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi þegar því er lokið. Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans, enda á ríkið 98,2 prósenta hlut í bankanum og fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans. Vísir/Hjalti Mikið misræmi hefur verið í frásögnum Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans á þeim samskiptum sem fóru þar á milli um kaupin á TM í aðdraganda þeirra. Báðir aðilar hafa greint frá því að 11. júlí í fyrra hafi Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans greint Bankasýslunni frá áhuga bankans á kaupum á TM í tölvupósti. Þá hafi hún upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar þann 20. júlí að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku banka vegna TM. Formlegt söluferli á TM hjá Kviku hófst 17. nóvember. Bæði bankaráð Landsbankans og Bankasýslan sammælast um það að engin samskipti um TM hafi farið fram fyrr en í fyrsta lagi í desember. Tilefni símtalsins óljóst Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, skrifaði um þau samskipti í bréfi til til fjármálaráðherra í síðustu viku; „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin.“ Helga Björk ítrekaði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hún hafi upplýst Tryggva um að óskuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram í símtalinu 20. desember. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Aðalfundur Landsbankans átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag, 20. mars, en var frestað um fjórar vikur að beiðni Bankasýslunnar í kjölfar þess að tilkynnt var um samþykkt Kviku banka á skuldbindandi kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar 17. mars síðastliðinn. Fundurinn fer því fram 19. apríl næstkomandi og rennur út frestur fyrir hluthafa til að tilnefna í bankaráð Landsbankans fimm dögum fyrir aðalfund, 14. apríl. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi þegar því er lokið. Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans, enda á ríkið 98,2 prósenta hlut í bankanum og fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans. Vísir/Hjalti Mikið misræmi hefur verið í frásögnum Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans á þeim samskiptum sem fóru þar á milli um kaupin á TM í aðdraganda þeirra. Báðir aðilar hafa greint frá því að 11. júlí í fyrra hafi Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans greint Bankasýslunni frá áhuga bankans á kaupum á TM í tölvupósti. Þá hafi hún upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar þann 20. júlí að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku banka vegna TM. Formlegt söluferli á TM hjá Kviku hófst 17. nóvember. Bæði bankaráð Landsbankans og Bankasýslan sammælast um það að engin samskipti um TM hafi farið fram fyrr en í fyrsta lagi í desember. Tilefni símtalsins óljóst Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, skrifaði um þau samskipti í bréfi til til fjármálaráðherra í síðustu viku; „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin.“ Helga Björk ítrekaði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hún hafi upplýst Tryggva um að óskuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram í símtalinu 20. desember. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51