Geðlæknir á grensunni – hvað gerir landlæknir? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson ADHD Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fer enn og aftur stórum í umfjöllun um ADHD lyf. Núverandi stormur á upptök sín í aðsendu bréfi Óttars sem birt var í Læknablaðinu síðasta haust og Kastljós fylgdi eftir með heljarinnar drottningarviðtali. Í báðum tilfellum grautar geðlæknirinn saman stóryrtum fullyrðingum sem standast enga skoðun og bera helst merki vanþekkingar og hroka höfundarins. Sjálfur stakk ég niður penna um þetta hausthret og birti hér undir Skoðun á Vísi 8. september 2023. Þar voru helstu rök Óttars hrakin í sex liðum. Páskahret Óttars skall svo á rétt undir helgi, í boði Eyjunnar, þar sem Óttar er skráður fastur penni. Manni er eiginlega orða vant við lesturinn. Ætla má að geðlæknirinn telji ADHD orsakast af „[… gífurlegu áreiti] frá hendi netmiðla og alls konar upplýsingaveitna.“ Steininn tekur þó úr þegar hann talar um að „[…] lögleg og niðurgreidd amfetamínneysla [hafi] aukist gífurlega á síðustu árum.“ Ég efast ekki um að Óttar Guðmundsson hafi mörgu góðu áorkað á sínum langa starfsferli sem geðlæknir. Undir það síðasta með langt leiddum fíklum í erfiðri meðferð. Það er hið besta mál. En eitthvað virðist farið að slá úti fyrir lækninum. Hvernig sæmist geðlækni að tala svona til eigin skjólstæðinga? Að gera lítið úr læknisfræðilega viðurkenndri áskorun sem tugþúsundir Íslendinga búa við! Vanda sem hefur eyðilagt líf margra og svift fólk lífsgæðum. Um leið gerist Óttar sekur um að ala á fordómum varðandi ADHD og lyf, ekki síst gagnvart þeim sama hópi er honum þó ber að þjóna sem læknir og til þess bær sérfræðingur. Skrif sem þessi eru ekki heilbrigðisstarfsmanni sæmandi. Hvað þá geðlækni með áratuga starfsferil að baki. Svo mikil er rakalaus orrahríðin orðin að ég geri kröfu um að Embætti landlæknis stígi inn, meti faglega hæfni læknisins og endurmeti um leið lyflækningaleyfi Óttars Guðmundssonar. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun