Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 23:54 Forsvarsmenn samtakanna segjast ekki hafa fengið neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. AP/Fatima Shbair Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira