Þegar aðeins um 70 sekúndur voru liðnar af leiknum kom hin unga Aggie Beever-Jones sér í gott færi í teig West Ham og lagði boltann snyrtilega í netið í fyrstu snertingu. Þetta var sjötta mark Beever-Jones í deildinni í vetur.
An electric start!
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 24, 2024
ABJ scores inside 70 seconds. pic.twitter.com/gM9aHrTxrf
West Ham sótti töluvert eftir markið og xG tölfræðin um ætluð mörk var þeirra megin í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það þurfti Hannah Hampton, markvörður Chelsea, aldrei að verja skot en sóknarmönnum West Ham voru mjög svo mislagðir fætur fyrir framan markið í dag.
Erin Cuthbert innsiglaði svo sigur Chelsea með glæsilegum þrumufleyg úr teignum þar sem hún sendi boltann upp í þaknetið.
Erin Cuthbert, that is an insane goal. #CFCW pic.twitter.com/cfCI0KNKWT
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 24, 2024
Sigurinn þýðir að Chelsea tyllir sér á topp deildarinnar við hlið Manchester City. Liðin eru jöfn að stigum, en Chelsea er með 36 mörk í plús meðan að City er með 34, svo vart má á milli sjá hvort liðið stendur betur að vígi þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.