Drakk 25 bjóra á dag Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:15 Jóannes Bjartalíð í landsleik gegn Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja fyrir Færeyjar. Getty/Adam Nurkiewicz Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt. Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt.
Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira