Innlent

Búvörulög, orku­mál og réttindi fatlaðra í Sprengi­sandi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Orkumál verða til umfjöllunar í dag en Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, ræðir orkumarkaðinn, nýjar orkuspár, framboð, eftirspurn og verð í þessum einum mikilvægasta geira okkar Íslendinga.

Næst á dagskrá verða kjaramálin. Þær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, ætla að ræða launamun og ekki síður þá spurningu hvort búið sé að leggja allar línur í samningum þó opinberi markaðurinn sé eftir.

Þá ætla Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson, alþingismaður, að rökræða ný búvörulög sem hafa verið harðlega gagnrýnd en ráðherrann hefur farið fögrum orðum um. Að auki ræða þeir fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM.

Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ er síðasti gesturinn. Hún hefur barist fyrir rétti fatlaðs fólks til þátttöku í námi og á vinnumarkaði og kynnir tímamótahugmyndir á því sviði. 

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×