Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 20:02 Strákarnir í Ascent Soccer klæðast margir íslenskum landsliðstreyjum á æfingum í Malaví. vísir/Einar Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar
Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira