Fram fram fylking Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 24. mars 2024 09:01 Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar