Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Aron Guðmundsson skrifar 22. mars 2024 14:01 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Þorsteinn er faðir íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar sem kom inn á sem varamaður í 4-1 sigurleiknum mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM gær og hefur sá misskilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálfleik í aðdraganda þess að Ísraelar fengu sína seinni vítaspyrnu í leiknum. Staðreyndin er hins vegar sú að Guðmundur Þórarinsson, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þorsteinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaðamannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina. „Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þorsteinn blaðamanninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þorsteinn þá á móti og blaðamaðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þorsteinn upp raust sína. „Hann fékk hann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“ Hér fyrir neðan má sjá eldræðu Þorsteins á blaðamannafundinum sem og atvikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undirritaður er sammála landsliðsþjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar. Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira