Samkvæmt fréttum frá Japan þá var leiknum frestað vegna bakteríuhræðslu í Norður Kóreu.
Það átti að spila leikinn á næsta þriðjudag. Í gær voru fréttir af því að mögulega þyrfti að spila leikinn á hlutlausum velli. Leiknum var síðan frestað í dag.
N. Korea, Japan World Cup qualifier called offhttps://t.co/mEp06Jnz8W pic.twitter.com/o8wrFYTCyL
— Punch Newspapers (@MobilePunch) March 22, 2024
Knattspyrnusamband Asíu segir ástæðuna vera ófyrirséðar kringumstæður og að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við Alþjóða knattspyrnusambandið.
Norður Kórea gaf það út í gær að landið hefði ekki getað hýst leikinn í höfuðborginni Pyongyang en engin ástæða var gefin fyrir því.
Japanska fréttastofan Kyodo sló því aftur á móti upp að Norður-Kórea vildi ekki að leikurinn færi fram í landinu af ótta við mögulega bakteríusýkingu.
Norður Kórea hefur spilað þrjá leiki í undankeppninni en alla á útivelli, í Sýrlandi, í Mjanmar og í Japan. Liðið á eftir að spila heimaleiki sína við allar þrjár þjóðirnar og fyrsti leikurinn átti að fara fram 26. mars næstkomandi.
BREAKING:
— Watch LFC (@Watch_LFC) March 22, 2024
Wataru End is heading back to Liverpool after the Asian Football Confederation and FIFA cancelled Japan's next World Cup qualifier against North Korea on Tuesday. pic.twitter.com/x5PQjZTmRH