1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 06:43 Rétturinn til að gleymast á internetinu er umdeildur. Getty Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira