Stöð 2 Sport vildi eðlilega fá að heyra í stjörnu kvöldsins sem skoraði þrennu og sá til þess að Ísland fer í hreinan úrslitaleik um sæti á EM næsta þriðjudag.
Er óskað var eftir viðtali var svar KSÍ að það stæði ekki til boða að fá viðtal við Albert. Sama svar fengu allir aðrir fjölmiðlar.
KSÍ hefur ekki útskýrt þessa ákvörðun sína frekar.

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.