Úkraína fór með sigur af hólmi í umspilsleik gegn Bosníu sem fór fram á Bilino Polje leikvanginum í Zenica í Bosníu/Hersegóvínu.
Úkraínumaðurinn Mykola Matviyenko gerðist svo óheppinn á 56. mínútu að setja boltann í eigið net og koma Bosníumönnum yfir í leiknum.
En samlandar hans stigu upp seint í seinni hálfleik. Varamaðurinn Roman Yaremchuk jafnaði metin á 85. mínútu og gaf svo stoðsendingu á Artem Dovbyk í sigurmarkinu á 88. mínútu.
Leikur Úkraínu og Íslands fer fram næsta þriðjudag, 26. mars klukkan 19:45 og verður að sjálfsögðu í opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fyrirfram var ákveðið að tapliðið, Bosnía, muni mæta hinu tapliðinu, Ísrael, í æfingaleik á sama tíma.

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.