Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2024 19:57 Lúna Zoäga Diljárdóttir í fangi forsetans. Til vinstri við hann eru Nói Sær Guðmundsson og Jón Árni Arnarson. Vinstra meginn við forsetann eru Guðjón Gísli Kristinsson, Jakob Steinsen og Katla Sif Ægisdóttir. forsetaembættið Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Það voru allir í hátíðarskapi þegar fulltrúar Félags áhugafólks um Downs heilkennið tók hús á forseta Íslands í dag. Sameinuðu þjóðirnar helguðu þennan dag Downs heilkenninu árið 2011. Allt frá því Guðni Th. Jóhannesson tók við forsetaembættinu hefur félagið fært honum mislita sokka á þessum degi, enda hrifning forsetans á skrautlegum sokkum alþekkt. Guðjón Gísli Kristinsson tók þátt í hönnun sokkanna og færði forsetanum tvenn pör af mislitum sokkum.forsetaembættið Guðjón Gísli Kristinsson 35 ára myndlistarmaður kom að hönnun sokkanna að þessu sinni ásamt nafna sínum Tryggvasyni fatahönnuði. Forsetinn er mjög ánægður að fá sokkana frá þér? „Já, ég er svo ánægður með þetta. Ég elska að vera hér með öllum. Mamma og pabbi komust ekki. Allir voru í góðu skapi og í stuði,” sagði Guðjón Gísli eftir að hafa afhent forsetanum tvenn sokkapör, ein fyrir forsetann og hin fyrir Elízu forsetafrú. Lúna Zoäga Diljárdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands eru miklir mátar.forsetaembættið Jón Árni Arnarson þriggja ára lék á alls oddi og lét eins og heima hjá sér enda nýbúinn að heimsækja Bessastaði af öðru tilefni. Forsetinn segir heimsóknir á Downs heilkennis deginum vera með skemmtilegri embættisverkum hans. „Við fögnum hér fjölbreytni, víðsýni, umburðarlyndi. Gerum það í hópi frábærs fólks.“ Þessi dagur minnti líka á alvöru lífsins. Með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fólki með Downs heilkenni í samfélaginu. Nói Sær Guðmundsson heilsaði forsetanum með virktum. Enda segist hann algerlega sammála málflutningi Guðna.forsetaembættið „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,” segir forsetinn. Nói Sær Guðmundsson sem fermist í vor mætti að sjálfsögðu í mislitum sokkum í tilefni dagsinis. Hann var hæst ánægður með heimsóknina og forsetann. „Bara gaman. Ég er sammála Guðna. Bara frábært,“ sagði Nói Snær. Guðmundur Ármann Pétursson faðir hans er formaður félagsins og sagði að á þessum degi væri lífinu fagnað. Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.Stöð 2/Sigurjón „Guðni hefur auðvitað verið alveg einstakur vinur okkar, lagt okkur gott til og talað fallega til okkar. Sem hefur skipt okkur gríðarlega miklu máli. Alþjóðlega er þetta búið að eiga sér áratuga sögu,” sagði formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið. Forseti Íslands Downs-heilkenni Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13 Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. 25. nóvember 2023 20:55 „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31 „Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21. mars 2023 22:55 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Það voru allir í hátíðarskapi þegar fulltrúar Félags áhugafólks um Downs heilkennið tók hús á forseta Íslands í dag. Sameinuðu þjóðirnar helguðu þennan dag Downs heilkenninu árið 2011. Allt frá því Guðni Th. Jóhannesson tók við forsetaembættinu hefur félagið fært honum mislita sokka á þessum degi, enda hrifning forsetans á skrautlegum sokkum alþekkt. Guðjón Gísli Kristinsson tók þátt í hönnun sokkanna og færði forsetanum tvenn pör af mislitum sokkum.forsetaembættið Guðjón Gísli Kristinsson 35 ára myndlistarmaður kom að hönnun sokkanna að þessu sinni ásamt nafna sínum Tryggvasyni fatahönnuði. Forsetinn er mjög ánægður að fá sokkana frá þér? „Já, ég er svo ánægður með þetta. Ég elska að vera hér með öllum. Mamma og pabbi komust ekki. Allir voru í góðu skapi og í stuði,” sagði Guðjón Gísli eftir að hafa afhent forsetanum tvenn sokkapör, ein fyrir forsetann og hin fyrir Elízu forsetafrú. Lúna Zoäga Diljárdóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands eru miklir mátar.forsetaembættið Jón Árni Arnarson þriggja ára lék á alls oddi og lét eins og heima hjá sér enda nýbúinn að heimsækja Bessastaði af öðru tilefni. Forsetinn segir heimsóknir á Downs heilkennis deginum vera með skemmtilegri embættisverkum hans. „Við fögnum hér fjölbreytni, víðsýni, umburðarlyndi. Gerum það í hópi frábærs fólks.“ Þessi dagur minnti líka á alvöru lífsins. Með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fólki með Downs heilkenni í samfélaginu. Nói Sær Guðmundsson heilsaði forsetanum með virktum. Enda segist hann algerlega sammála málflutningi Guðna.forsetaembættið „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,” segir forsetinn. Nói Sær Guðmundsson sem fermist í vor mætti að sjálfsögðu í mislitum sokkum í tilefni dagsinis. Hann var hæst ánægður með heimsóknina og forsetann. „Bara gaman. Ég er sammála Guðna. Bara frábært,“ sagði Nói Snær. Guðmundur Ármann Pétursson faðir hans er formaður félagsins og sagði að á þessum degi væri lífinu fagnað. Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.Stöð 2/Sigurjón „Guðni hefur auðvitað verið alveg einstakur vinur okkar, lagt okkur gott til og talað fallega til okkar. Sem hefur skipt okkur gríðarlega miklu máli. Alþjóðlega er þetta búið að eiga sér áratuga sögu,” sagði formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.
Forseti Íslands Downs-heilkenni Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13 Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. 25. nóvember 2023 20:55 „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31 „Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21. mars 2023 22:55 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. 21. mars 2024 14:13
Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. 25. nóvember 2023 20:55
„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 21. apríl 2023 20:31
„Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. 21. mars 2023 22:55