Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 11:06 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild segir engum haldið lengur í gæsluvarðhaldi en nauðsynlegt sé. Vísir/Vilhelm Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“ Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“
Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31