Ætlar þú að gefa bestu fermingargjöfina? Hildur Mist Friðjónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:30 Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fermingar Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun