Ofsóttur í bílakjallara og á flugvelli en dæmir leik Íslands í sömu borg í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 07:34 José Mourinho lét Anthony Taylor ekki í friði í Búdapest í fyrra, jafnvel löngu eftir lokaflautið. Getty/Chris Brunskill Enski dómarinn Anthony Taylor verður með flautuna í leiknum mikilvæga í kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum EM-umspils karla í fótbolta. Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Taylor er því mættur aftur til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, eftir afar slæmar minningar þaðan frá því á síðasta ári, þegar stuðningsmenn Roma réðust að honum og fjölskyldu hans á flugvellinum. Taylor komst líka á svarta listann hjá José Mourinho, þáverandi stjóra Roma. Hann dæmdi nefnilega úrslitaleik Roma og Sevilla í Evrópudeildinni í fyrra, sem Roma tapaði. Sá leikur fór reyndar fram á Puskas Arena en leikur Íslands og Ísraels í kvöld er á minni leikvangi í Búdapest, heimavelli Újpest sem nefnist Szusza Ferenc leikvangurinn. Mourinho var það reiður vegna frammistöðu Taylors í leiknum að löngu eftir leik, í bílakjallara Puskas Arena, hellti hann sér yfir dómarann með miklu offorsi og var á endanum dæmdur í fjögurra leikja bann. Vonandi hefur enginn ástæðu til að reiðast dómaranum eftir leikinn mikilvæga í kvöld en Taylor verður með enskt teymi með sér og mun Stuart Attwell verða í hlutverki myndbandsdómara, en Chris Kavanagh verður fjórði dómari. Leikurinn gæti dregist á langinn því ef jafnt verður eftir níutíu mínútur tekur við framlenging, og svo mögulega vítaspyrnukeppni. Taylor dæmdi síðast hjá Íslandi í undankeppni síðasta Evrópumóts, í markalausu jafntefli við Tyrkland ytra í nóvember 2019. Ísraelskir fjölmiðlar rifja upp að Taylor hafi dæmt fimm leiki hjá Ísrael en aldrei sigur liðsins, og segja að hann haif sleppt augljósri vítaspyrnu þegar Ísrael gerði 1-1 jafntefli við Sviss í nóvember síðastliðnum, í undankeppni EM. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00 Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18 Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52 Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM. 20. mars 2024 13:00
Jóhann Berg fékk högg á lærið Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði frá því í viðtali við blaðamann Vísis að hann sé að glíma við meiðsli. 20. mars 2024 12:18
Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. 20. mars 2024 11:52
Aðeins átta hundruð manns sjá Ísland mæta Ísrael Segja má að hvorugt liðanna verði á heimavelli á morgun, þegar Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins mikilvæga um sæti á EM karla í fótbolta. 20. mars 2024 11:18