„Eins og Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2024 21:30 Þráinn Orri Jónsson gat leyft sér að grínast í leikslok þrátt fyrir að hafa fengið að líta beint rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka, var eðlilega léttur í bragði í viðtali eftir tveggja marka sigur liðsins gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Tilfinningin í leiknum var bara mjög góð. Þetta var massífur leikur þar sem við spiluðum góða vörn og góða sókn, hlupum með þeim bæði varnar- og sóknarlega allan leikinn fannst mér,“ sagði Þráinn Orri í leikslok. „Það er bara gott fyrir okkur að svara fyrir leikinn á móti ÍBV með svona flottum sigri,“ bætti Þráinn við, en seinasti leikur Hauka var tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn Eyjamönnum. Héldu hraðanum niðri Haukar náðu að stjórna tempóinu í leik kvöldsins gegn hröðu liði Vals, en Þráinn vill þó ekki meina að hans menn hafi ætlað sér að hægja endilega á leiknum. „Þeir eru bara drullugóðir í því og búnir að gera það í mörg ár. Mér fannst við kannski ekki hægja á tempóinu heldur frekar velja tímann sem við fórum í þessar árásir. Og mér fannst við gera það vel.“ Þrátt fyrir að Haukar hafi ekki ætlað sér að hægja á leiknum kom það þó ótrúlega oft fyrir að liðið var að taka skot þegar höndin var komin upp og liðið jafnvel búið að spila sókn í yfir mínútu. „Þegar þú segir það þá var spaðinn alveg nokkrum sinnum uppi hjá okkur. En mér finnst það líka bara jákvætt að við séum ekki að fara í eitthvað óðagot og skjóta bara til þess að skjóta, heldur finna réttu færin.“ „Á tímapunkti vorum við kannski komnir út í horn og vorum kannski heppnir eða ekki, ég veit það ekki.“ Ósáttur við rauða spjaldið Þá fékk Þráinn að líta beint rautt spjald þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Benedikt Gunnari Óskarssyni þar sem hann virtist fara í andlitið á leikstjórnandanum. Þráinn var ekki sáttur með dóminn, en sagðist þó eiga eftir að sjá atvikið aftur. „Mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. En ætli ég þurfi ekki bara að horfa á þetta. Þeir fara í skjáinn og ef þeir meta það þannig að þetta sé rautt þá er það þannig. Þetta eru færir dómarar báðir tveir og ég ætla ekkert að fara að erfa þetta við þá. Eða jú, ég mun reyndar erfa þetta við þá ef ég fer í leikbann,“ sagði Þráinn léttur. „En þeir dæma þetta og ég uni þeirri niðurstöðu þó ég sé ekki sammála eins og svo oft áður í handbolta.“ Að lokum bætti Þráinn við að líklega væri það ósanngjarnt gagnvart honum að jafn stór maður og hann þyrfti að spila vörn gegn jafn hröðum leikmanni og Benedikt. „Þetta er ósanngjarnt. Þetta er eiginlega Davíð á móti Golíat og Davíð vinnur alltaf þegar helvítið kemur á mig. En ég skil þetta alveg og ég myndi sjálfur gera þetta ef ég væri Óskar [Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals]. Þá myndi ég setja einn kvikan á móti svona tröllkarli eins og mér,“ sagði Þráinn að lokum.
Olís-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 28-26 | Valsmenn að missa af deildarmeistaratitlinum Haukar unnu gríðarlega sterkan tveggja marka sigur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals í 19. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 28-26. 20. mars 2024 21:05