Njörður segir að Eyþór hafi í samtali sínu við Vísi í morgun vegið heldur illa að Geir með orðum sínum.
„Geir leiddi mörg krefjandi verkefni sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla taka þau skref sem við erum nú að taka. Um það vorum við í meirihlutanum og Geir sammála,“ segir Njörður í samtali við Vísi.
Greint var frá því í morgun að tillaga yrði lögð fram um starfslok Geirs á næsta fundi bæjarstjórnar á föstudaginn.
Njörður segir að fulltrúar meirihlutans þakki Geir kærlega fyrir samstarfið og óski honum alls sömuleiðis alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur. ѬEf tillagan um starfslokasamning Geirs verður samþykkt í bæjarstjórn verður næsta skref að finna manneskju í hans stað til að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru við áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins,“ segir Njörður.