Einn dagur í EM-umspil: Aðeins fimm voru með liðinu á síðasta EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 10:30 Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævvarsson fagna sigri á Englandi á EM 2016. Allir eru enn að spila en aðeins Arnór Ingvi er í landsliðinu. Getty/Federico Gambarini Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Þetta er þó mikið breytt lið frá því sem skrifaði nýjan kafla í íslensku fótboltasöguna fyrir tæpum átta síðan. Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Ísland mætir Ísrael annað kvöld í undanúrslitaleik umspilsins um eitt laust sæti á EM 2024. Sigurvegarinn spilar við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um EM-sæti. Karlalandsliðið Íslands hefur aðeins einu sinni komist í úrslitakeppni Evrópumóts og það var þegar strákarnir komu sér á heimskortið með því að slá út enska landsliðið og komast alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Íslenska liðið hefur gengið í gegnum mikil kynslóðaskipti á síðustu árum og nú er svo komið að aðeins fimm leikmenn úr EM-hópnum sumarið 2016 eru enn í landsliðinu. Það þýðir að átján eru dottnir úr lestinni á þessum átta árum. Mennirnir fimm sem eru enn í landsliðinu eru miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi Ingason, miðjumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason og að lokum framherjinn Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg byrjaði alla fimm leikina á EM 2016 og Alfreð kom við sögu í þremur en ávallt sem varamaður. Arnór Ingvi og Sverrir komu við sögu í tveimur leikjum en Hjörtur sat allan tímann á bekknum. Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á móti Austurríki sem færði íslenska liðinu leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Jóhann Berg lagði upp fyrsta mark Íslands á stórmóti karla, jöfnunarmark Birkis Bjarnasonar á móti Portúgal í fyrsta leiknum. Auðvitað eru menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason enn að spila og þá er beðið eftir næstu skrefum landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Birkir Már Sævarsson og Jón Daði Böðvarsson hafa ekki verið í landsliðinu síðustu ár ekki frekar en Rúnar Már Sigurjónsson eða Theódór Elmar Bjarnason. Aðrir hafa sett skóna upp á hilluna. Tveimur árum síðar fór íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Fimm leikmenn sem voru í HM-hópnum, síðasta stóramótahópi íslenska liðsins, verða með liðinu annað kvöld. Fjórir af þeim voru líka í EM-hópnum eða Jóhann Berg, Alfreð, Sverrir og Arnór Ingvi. Hjörtur Hermannsson var ekki í þeim hópi en í hans stað var framherjinn Albert Guðmundsson með. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira