Veður

Stormur á Vest­fjörðum í kvöld og í fyrra­málið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Veðrið verður ekki svona gott fyrir vestan í kvöld og á morgun.
Veðrið verður ekki svona gott fyrir vestan í kvöld og á morgun. Vísir/Einar

Gul veðurviðvörun tekur gildi seint í dag á Vestfjörðum. Búist er við norðaustan 13-20 metrum á sekúndu og snjókomu og skafrenningi með slæmu skyggni. „Versnandi færð og varasamt ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Gula viðvörunin endar klukkan 06 í fyrramálið, fimmtudaginn 21. mars, og þá tekur við appelsínugul viðvörun með norðaustan stórhríð. Búist er við 18-25 metrum á sekúndu og talsverði snjókomu og skafrenningi með mjög lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður á Vestfjörðum. Appelsínugula veðurviðvörunin verður í gildi allan morgundaginn og til tvö um nóttina aðfaranótt föstudags.

Á sama tíma og stormur geisar á Vestfjörðum á morgun verður í gildi gul veðurviðvörun á bæði Breiðafirði og við Strandir og á Norðurlandi vestra. Þær taka gildi í fyrramálið og gilda nær allan daginn.

Mikilvægt er að fylgjast með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar og færð vega á umferdin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×