Umfjöllun um eldsumbrot fælir ferðamenn frá Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 22:17 Eldsumbrotin á Reykjanesskaga virðast draga úr komu ferðamanna til landsins. Vísir/Vilhelm Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína. Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neyðarstig almannavarna - State of Emergency Umræðurnar á Facebook-síðunni snerust að miklu leyti um umfjöllun fréttamiðla um neyðarstig almannavarna, en svo virðist sem erlendir fréttamiðlar geri mikinn mat úr því. Fréttir lýsi því þá gjarnan yfir að Ísland lýsi yfir neyðarástandi og slái því upp í fyrirsagnir. Fréttaflutningurinn sé villandi og gefi í skyn að landið sé óöruggt þegar hættan er aðeins staðbundin í Grindavík. Slíkt sé ekki vænlegt til að lokka ferðamenn að landinu. Spurt var hvort ekki sé hægt að tóna „neyðarþetta og neyðarhitt“ niður. Nýleg frétt BBC um eldsumbrotin. Erlendum miðlum er tíðrætt um „State of emergency“Skjáskot Lína Petra Þórarinsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu skilur vel áhyggjur aðila í ferðaþjónustu. Hún segir umfjöllun erlendra fréttamiðla um neyðarstigið hafa verið mjög áberandi og einnig hafi samfélagsmiðlaumfjöllun verið mikil. Þetta hafi sérstaklega verið áberandi í aðdraganda fyrsta gossins í Grindavík og í framhaldinu af því í nóvember og desember. Íslandsstofa réðst í markaðsherferð Meðal verkefna Íslandsstofu er að vakta og greina umfjallanir um landið á erlendum miðlum. „Það er áhersla hjá okkur að koma út réttum skilaboðum inn á þessa miðla og við höfum náð góðum árangri í því,“ segir Lína. Hún segir að umfjöllun hafi batnað mikið frá því í nóvember og desember. Íslandsstofa hefur staðið í ströngu við að leiðrétta misskilning um jarðhræringarnar og hættuna sem steðjar af þeim. „Nú nýlega þá unnum við myndband fyrir samfélagsmiðla í samstarfi við veðurstofuna sem er svona Q&A (spurt og svarað) myndband sem við erum að birta á okkar miðlum,“ segir Lína. Neyðarástand á Íslandi. Frétt á New York post.Skjáskot Lína segir að talsvert hafi borið hafi á afbókunum ferðamanna í nóvember og desember og hægst hafi á nýbókunum líka. Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafi þá gripið inn í og sett hundrað milljónir króna í sérstakt markaðsátak. Þá hafi verið ráðist í markaðsherferð sem stóð yfir frá desemberlokum og út fyrstu tólf vikur ársins, sem er stærsti bókunargluggi sumarsins. Lína segir að vel hafi tekist til í þessari markaðsherferð. Það sjáist í mælikvörðum og gögnum um það hverjir horfi á efnið og bóki ferðir til landsins. Engin ferðatrygging á Íslandi? Þá segir einn meðlimur Baklands ferðaþjónustunnar að hann hafi verið með ferðamann hjá sér sem sagði að Ísland væri komið á lista tryggingarfélags yfir lönd sem ekki væri hægt að fá ferðatryggingu til. Þetta sé vegna neyðarstigsins. Ekki fylgir sögunni hvers lenskur ferðamaðurinn er. Lína segist ekki hafa heyrt af þessu. Vilja nýta athyglina Lína vill að lokum líta á jákvæðu hliðarnar og segir að hægt sé að nýta athyglina til góðs þegar upp er staðið. „Þetta styður til langs tíma ímynd áfangastaðarins sem staður sem býður upp á einstaka náttúru, og það sé ákveðin ævintýraupplifun að koma hingað. En við þurfum alltaf að standa vaktina þegar kemur að ímyndarsköpun Íslands,“ segir Lína.
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent