Eflum fjármálalæsi barna og ungmenna Bryndís Lára Halldórsdóttir skrifar 19. mars 2024 12:31 Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar. Í grunninn snýst fjármálalæsi um að átta sig á að við þénum ákveðið mikið, notum hluta af því og getum lagt það sem eftir er fyrir og hvernig við höfum stjórn á þessu ferli. Með því að fólk notar reiðufé í minna mæli minnkar tilfinningin fyrir því hvað vara eða þjónusta kostar. Við viljum kenna börnunum okkar að fara með peninga, skilja muninn á því sem þau þarfnast og því sem þau langar í, hvernig þau geta sparað og hvernig þau geta notað sparnaðinn. Það geta verið smærri markmið á borð við að safna fyrir fötum, tækjum eða ferðalagi, eða langtímamarkmið eins og að safna fyrir fasteign eða að prófa sig áfram með fjárfestingar, t.a.m. að stofna sparnað í sjóðum eða til að hjálpa öðrum. Við viljum kenna þeim að taka ábyrgð og að skilja að þegar þau hafa klárað peninginn þá sé hann búinn og að vinna þurfi sér inn meiri peninga. Að mínu mati er besta leiðin til að læra á peninga að fá frá unga aldri að prófa sig áfram með stuðningi foreldra eða forráðamanna. Vikupeningur og vasapeningar Ein leið til að ýta undir fjármálalæsi barna okkar er að gefa þeim vikupeninga sem er peningur sem á að duga þeim á umsömdu tímabili. Upphæð og tími eru háð aldri og þroska barns. Svo má nýta tækifærið til að útskýra að ef eitthvað er eftir í lok tímabilsins þá geti þau lagt þá upphæð til hliðar á sparnaðarreikning og safnað sér fyrir einhverju stærra, eins og leik Playstation eða jafnvel sett sér það að markmiði fyrir fram að eiga afgang til þess að leggja fyrir. Með tíð og tíma er markmiðið að barnið læri að forgangsraða og ákveða hvernig það nýtir fjármuni. Önnur leið er að setja börnum einföld verkefni sem samræmast aldri og þroska í skiptum fyrir vasapeninga. Sniðugt getur verið að ákveðin verkefni heimilisins, t.d. að ganga frá eftir matartíma eða fara út með ruslið séu verkefni sem allir sinni, meðan sé hægt að fá auka vasapening fyrir að sinna öðrum verkefnum, eins og að fara út að ganga með hundinn, taka til í herberginu sínu eða ryksuga. Markmiðið er þá að börnin læri að vinna sér inn peninga og nota á ábyrgan hátt. Munurinn á að vanta og langa Eitt það fyrsta sem við getum kennt börnunum okkar er munurinn á því að langa í eitthvað og að þurfa á einhverju að halda og að forgangsraða því sem okkur vantar í raun. Þarfir okkar eru nokkuð stöðugar sama hvaða æviskeiði við erum á, en langanir breytast meira með árunum. Börn líta upp til foreldra sinna svo þetta er líka kjörið tækifæri til að sýna gott fordæmi. Útskýrum fyrir þeim að við séum að safna okkur fyrir einhverju og látum þau vita þegar markmiðinu er náð. Einnig er hægt að leika sér með þetta og fara með þeim um heimilið og velta vöngum yfir hvað það sé sem fjölskylda þarf á að halda og hvað séu þægindi eða skemmtilegt að eiga. Svo þegar börnin okkar tala um að þau langi í eitthvað nýtt er líka tilvalið að fara yfir það með þeim hvort þau langi í nýjan hlut eða þurfi á honum að halda og aðstoða þau við að taka ákvörðun út frá því. Með því að kenna börnunum okkar að skilja virði og fara með peninga strax í æsku eflum við þau til framtíðar og ýtum undir að þau verði vel í stakk búin til að taka stærri og viðameiri fjárhagsákvarðanir þegar fram líða stundir. Höfundur er vörueigandi fyrir unga viðskiptavini hjá Íslandsbanka.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun