Kveðst skítsama um skoðun Hareide Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 13:00 Alon Hazan hefur stýrt landsliði Ísraels síðustu tvö ár. Hann er 56 ára og lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Ísrael. Getty/Francesco Scaccianoce Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta. Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30
Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01
Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30
Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01