Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 11:01 Frá leik Ísrael og Ítalíu á heimsmeistaramótinu í Mexíkó fyrir 54 árum. Það er síðasti leikur Ísraelsmanna á stórmóti. Getty/Mario De Biasi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudaginn í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Það er liðin meira en hálf öld síðan Ísraelsmönnum tókst síðast að tryggja sér sæti á stórmóti. Það gerðist síðast á heimsmeistaramótinu í Mexíkó 1970. Síðan hafa Ísraelsmenn farið í gegnum tuttugu undankeppnir HM eða EM án þess að komast áfram. Þeir hafa líka fært sig milli Álfusambanda. Voru áður í Asíusambandinu, komu stutt við í Eyjaálfu en hafa verið hluti af UEFA undanfarna þrjá áratugi. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=x6Xfe9l4evQ">watch on YouTube</a> Það fylgir þó sögunni að leið þeirra á heimsmeistaramótið fyrir 54 árum var mjög sérstök. Norður-Kórea dró sig þá úr keppni af því Norður-Kóreumenn neituðu að spila við Ísrael. Áður höfðu múslimaríki Asíu neitað að spila við Ísraelsmenn vegna deilnanna við Palestínumenn. Ísrael, sem þá fór í gegnum undankeppni Asíu, mætti því engri Asíuþjóð í undankeppninni en liðið sat hjá í fyrstu umferðinni. Ísraelsk landsliðið vann síðan Nýja-Sjáland tvisvar sinnum í undanúrslitum umspilsins og tryggði sér þar með úrslitaleiki á móti Ástralíu. Þar vann Ísrael heimaleikinn á sjálfsmarki og komst svo áfram á jafntefli í seinni leiknum í Sydney. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=A6fZKVMd-bk">watch on YouTube</a> Ísrael spilaði þrjá leiki á HM í Mexíkó 1970 og árangurinn var ekki alslæmur. Liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Úrúgvæ en gerði svo jafntefli við Ítalíu og Svíþjóð. Ísrael var vísað úr Knattspyrnusambandi Asíu árið 1974 þegar Múslimaríkin lögðust öll á eitt gegn þátttöku Ísraelsmanna. Ísrael tók þátt í undankeppni Evrópu fyrir HM 1982 og hefur síðan verið fullgildur meðlimur UEFA frá 1994 eftir að hafa áður tekið þátt í Evrópuhluta undankeppni HM 1994. Síðan Ísraelsmenn urðu meðlimir í UEFA hefur þeim aldrei tekist að komast á stórmót. Þeir komust tvisvar í umspil um sæti á Evrópumótinu, fyrst fyrir EM 2000 og svo aftur fyrir EM 2020. Í umspilinu fyrir EM 2000 töpuðu Ísraelsmenn samanlagt 8-0 í tveimur leikjum á móti Dönum og í umspilinu fyrir fjórum árum duttu þeir út í undanúrslitum C-deildar á móti Skotum eftir vítakeppni. Ísraelsmenn komust líka í umspil fyrir HM 1990 en töpuðu þá samanlagt 1-0 á móti Kólumbíu eftir markalaust jafntefli í síðari leiknum í Ísrael. Það sérstaka við það að Ísrael komst í þetta umspil sem fulltrúi Eyjaálfu en hvorki í gegnum Asíu né Evrópu. Ísrael er því eina þjóðin sem hefur keppt í undankeppnum þremur álfa eða Asíu, Eyjaálfu og Evrópu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira