„Þessi mál koma okkur ekkert við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 13:57 Birni Leifsson, Bjössa í World Class, segist hafa verið öllum lokið þegar hann sá frétt á Vísi í morgun. Vísir/Egill Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka. „Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“ Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þegar ég sá frétt á Vísi í morgun sem bar yfirskriftina Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu var mér nánast öllum lokið. Ekki nóg með að fyrirsögn þessarar fréttar sé út úr kortinu þá eru efnistök og myndskreytingar það einnig. Nafn mitt og eiginkonu minnar er þarna notað og eins er höfð með mynd af okkur hjónum og linkað í jákvæða frétt úr rekstri fyrirtækis okkar World Class.“ Á þessum orðum hefst yfirlýsing sem fréttastofu barst frá Birni Leifsyni, eiganda World Class fyrir skemmstu. Tilefnið er frétt sem birtist á Vísi í morgun og tengist einum sakborninganna í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, Kristjáni Ólafi Sigríðarsyni. Í fréttinni er farið yfir viðskiptatengsl Kristjáns, þar á meðal við stjúpföður sinn, Sigurð Leifsson, bróðir Björns og einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. Fordæmir að vera dreginn inn í málið „Kristján Ólafur Sigríðarson kemur okkur hjónum eða rekstri World Class ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessi mál sem Kristján er sagður flæktur í koma mér, Hafdísi og World Class heldur ekkert við, hafa aldrei gert og munu aldrei gera,“ segir Björn í yfirlýsingunni. Við hjónin fordæmum að vera dregin inn í svo alvarlegt mál sem þetta með þessum hætti. Jafnframt fordæmum við mansal, illa meðferð á starfsfólki og eins illa meðferð á fólki yfir höfuð. Þá segir Björn að fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í vanda til verka í umfjöllunum sínum. „Hvað þá í svo viðkvæmri umfjöllun sem þessari. Það var alls ekki gert í þessu tilfelli.“
Mál Davíðs Viðarssonar Mansal Lögreglumál Fjölmiðlar Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00