Líklegt að loka þurfi vegum vegna veðurs Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:09 Veðrið á Ísafirði er milt sem stendur en gul viðvörun tekur gildi þar í nótt. Vísir/Einar Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar. Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi, sem og snjókomu. Viðvaranirnar gilda allt til miðnættis aðfaranótt þriðjudags en einnig verður í gildi viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra um svipað leyti. Í færslu Einar Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni, segir að í fyrramálið megi gera ráð fyrir stórhríð norðantil á Vestfjörðum, Ströndum og í útsveitum Norðurlands. Sama á við um Dalina og Snæfellsnes. Hætt er við að vegir teppist fljótt, meðal annars við Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Gert er ráð fyrir vindhviðum sem ná allt að 36 metrum á sekúndu á Vestfjörðum en Ingvar Jakobsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir veðrið milt sem stendur en menn séu þó reiðubúnir. „Vont veður er svosem eitthvað sem Vestfirðingar eru vanir en samt sem áður þarf að gæta að eigin öryggi og ég get bara sagt það að við erum að horfa til himins ef svo má segja,“ segir Ingvar. Hann segir varðskip Landhelgisgæslunnar sigla í átt að svæðinu, líkt orðið er að venju þegar spáin er eins slæm og hún er nú. Þá gæti þurft að loka einhverjum vegum. „Eins og spáin er núna, þá þætti mér mjög líklegt að það yrðu lokanir á fjallvegum en varðandi Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg, þá þætti mér mjög líklegt að þeim yrði lokað út af snjóflóðahættu. Það er gert í tíma,“ segir Ingvar.
Ísafjarðarbær Veður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira