Jarðgöng sem gagnast Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 15. mars 2024 14:30 Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við Austfirðingar orði vitni að vakningu, sem er þvert á stefnu stjórnvalda í gangagerð og forgangsröðun þeirra í fjórðungnum. Þetta eru svo sem engin ný tíðindi vegna þess að þegar á að gera eitthvað í samgöngumálum tengdum Múlaþingi, þá finna einhverjir sig knúna að grafa undan þeim hugmyndum. Ekki verður fjallað um Axarveg hér þó fullt tilefni væri til þess. Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins má finna eftirfarandi: Verkefnishópur skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skilað skýrslu um Seyðisfjarðargöng. Niðurstaða hópsins er að með hliðsjón af ávinningi samfélags og atvinnulífs á Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé vænlegast að rjúfa einangrun Seyðisfjarðar með jarðgöngum undir Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á Austurlandi öllu með tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar annars vegar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar hins vegar á síðari stigum. Slík hringtenging færi samfélaginu á Austurlandi miklar samgöngubætur. Það er ánægjulegt að loks, eftir áratuga baráttu, sjáist til lands með Fjarðarheiðargöng. Ljóst er að þetta þykir einhverjum stór biti að kyngja. Þó er of snemmt að fagna, því eigi er enn sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Við sameiningu sveitarfélaga hefur krafan um bættar samgöngur ávallt þótt eðlileg. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Múlaþing var unnið með samgöngumálin þannig að leiðir yrðu greiðar. Hvergi var nefnt að hjáleið um annað sveitarfélag væri valkostur eins og einhverjir hallast nú að og leggja til göng frá Norðfirði um Mjóafjörð til Seyðisfjarðar komi í staðinn fyrir Fjarðaheiðagöng. Engin haldbær rök styðja slíkar tillögu né eru til um það nokkur gögn. Engar umferðargreiningar eru tiltækar né jarðfræði- eða ofanflóðarannsóknir, sem byggja undir slíka óskhyggju. Ekki eingöngu þurfa íbúar í Múlaþingi að sitja undir framangreindum vangaveltum, heldur virðast stjórnvöld Íslands ítrekað finna hjá sér þörf að fjármagna hin ýmsu gæluverkefni og þá er þeim nærtækast að sælast í fjármagn lengst frá Reykjavík. Til dæmis er illa skilgreindur fjáraustur í loftslagsmál, um sjötíu milljarða, græjaður með því að skera niður samgöngubætur á Austurlandi. Dugleysi meirihlutans í Múlaþingi er aumkunarvert. Hann sættir sig við ítrekuð svik ríkisstjórnarinnar um að hefja samgöngubætur á Austurlandi. Auk Fjarðarheiðaganga er vert að nefna vanefnd loforð um Axarveg, endurbætur við Egilsstaðaflugvöll og fækkun á einbreiðum brúm á þjóðvegi eitt á Austurlandi. Allar heitingar ríkisstjórnarinnar um nefndar úrbætur hafa jafnóðum verið svikin og þær voru gefin. Skrumskæld umræða um samgöngubætur hefur farið um víðan völl og engin gáfuleg umræða hefur litið dagsins ljós um mikilvægi þess að fá göng undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng, sem yrðu um átta kílómetra löng og oftar fært þá leið með minna tilstandi en að halda Fagradalsbrautinni opinni. Nánast sama vegalengdin er frá Egilsstöðum að Fjarðaáli hvort heldur farið yrði um þau göng eða farin Fagradalsbrautin um Fagradal. Það væri mun viskulegri samgöngubót fyrir þorra íbúa Mið-Austurlands í stað þeirrar lausna, sem sífellt er klifað á og fáum til gagns. Fyrir Reyðfirðinga og þá sem á Suðurfjörðum búa, er þetta kjörin varaleið, þegar válynd veður herja á Fagradal. Hagstæðast yrði þetta fyrir Eskfirðinga að komast á tuttugu mínútum upp á Hérað og fyrir Norðfirðinga að fara á fjörutíu mínútum til að nýta flug innanlands og utan. Nú þegar ætti að gera kröfu til Vegagerðarinnar um að setja upp síritandi veðurstöð innst í Eyvindardal til að safna gögnum til samanburðar við samtíma veðurgögn af Fagradal. Tenging milli Egilsstaðaflugvallar og sjúkrahúss HSA í Neskaupstað yrði stutt og greiðfær auk þess væri um helmingur leiðarinnar um jarðgöng þar sem áhrifa veðurs, vinda og ófærðar gætir ekki. Vissulega verður að hugsa málin upp á nýtt, ef engin samstaða næst um eðlilegar vegabætur, sem jafna aðgengi allra við sjúkrahús Austurlands í Neskaupstað. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun