Árangurinn af 35 ára samstarfi í Malaví áþreifanlegur Sunna Sæmundsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. mars 2024 10:57 Inga Dóra Pétursdóttur hefur verið forstöðukona í sendiráði Íslands í Malaví síðustu ár. Mynd/Aðsend Ísland og Malaví fagna í ár þrjátíu og fimm ára samstarfsafmæli í þróunarsamvinnu. Forstöðukona sendiráðsins í Malaví segir árangurinn af samstarfinu áþreifanlegan. Hreinu vatni hafi verið komið til þúsunda, þúsundir barna fengið menntun og mörgum lífum bjargað. Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður stödd í Malaví og segir magnað að sjá hversu margir þekki Ísland og samstarfið. Landið sé fallegt en það sé margt átakanlegt. Sunna, ásamt Einari Árnasyni tökumanni Stöðvar 2, ferðast nú um Malaví til að skoða þau verkefni sem íslenska ríkið hefur styrkt síðustu 35 árin. Myndin er tekin á fæðingarheimilinu.Vísir/Sunna Þau hafa sem dæmi heimsótt fæðingarheimili í Mangochi-héraði þar sem þau hittu unga konu sem fæddi barn fyrr um daginn. Hún hafði komið á fæðingarheimilið fótgangandi og setti saga hennar hlutina fyrir þau í samhengi. Sunna ræddi við Ingu Dóru Pétursdóttur, forstöðukonu sendiráðs Íslands í Malaví, í kvöldfréttunum í gær. „Við erum búin að vera í samstarfi í 35 ár og alltaf í Mangochi-héraði,“ segir Inga Dóra en héraðið er það fjölmennasta utan höfuðborgarinnar. Þar búa alls 1,3 milljónir. Áhersla á menntun og styrkingu kvenna og stúlkna Inga Dóra segir að í þau 35 ár sem íslenska ríkið hafi styrkt þróunarsamvinnu í Malaví hafi alltaf verið lögð áhersla á það sama. Menntun, aðgengi að hreinu vatni, heilsu með áherslu á verðandi mæður og ungabörn og svo jafnrétti með áherslu á ungar konur og stúlkur. Inga Dóra segir að frá árinu 2012 hafi þau unnið í gegnum héraðsstjórnir sem séu eins og sveitarstjórnaryfirvöld í héraðinu. Þau beri ábyrgð á því að veita þjónustuna og hafi gert það frá þeim tíma með fjárhagslegum stuðningi frá íslenska ríkinu. Myndin er tekin í skóla í Mangochi-héraði sem var byggður fyrir fjárframlög frá íslenska ríkinu.Vísir/Sunna „Við erum ofboðslega stolt af þessu samstarfi og þessum áþreifanlega árangri sem við erum að sjá af þessu verkefni.“ Spurð um áhrifin af þessu verkefni segir inga Dóra að það tengist allt sem þau geri. Með því að mennta börn búi þau til nýja leiðtoga, sem sé þörf á í Malaví. Kona sem Sunna og Einar hittu á fæðingarheimili í Mangochi-héraði með nýfæddu barni sínu.Vísir/Sunna „Þegar við erum að bjarga lífi mæðra erum við ekki bara að bjarga einu mannslífi heldur móðir margra barna og þegar mörg börn missa móður sína þá riðlast allt á heimilinu. Þá erum við komin með hálfmunaðarlaus börn.“ Inga Dóra segir einnig að með því að auka aðgengi að hreinu vatni hafi verið komið í veg fyrir ungbarnadauða. Í héraðinu fæðist alls 70 þúsund ný börn á hverju ári og að með því að koma hreinu vatni til fólksins í héraðinu hafi þeim tekist að fækka ungbarnadauða um 56 prósent og mæðradauða um 34 prósent frá árinu 2017. „Við sjáum bara að þetta breytir lífi fólks og við finnum fyrir afskaplega miklu þakklæti. Ekki bara frá héraðsyfirvöldum og ríkisstjórninni heldur líka frá fólkinu sjálfu.“ Á þessu korti er hægt að sjá öll verkefnin sem íslenska ríkið hefur styrkt síðustu árin. Þróunarsamvinna Utanríkismál Malaví Tengdar fréttir „Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka“ Lið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á alþjóðlega mótinu Rey Cup hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Þar með í för voru leikmennirnir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tækifæri til þess að upplifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftureldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktaraðila 22. janúar 2024 20:01 Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. 4. desember 2022 23:28 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður stödd í Malaví og segir magnað að sjá hversu margir þekki Ísland og samstarfið. Landið sé fallegt en það sé margt átakanlegt. Sunna, ásamt Einari Árnasyni tökumanni Stöðvar 2, ferðast nú um Malaví til að skoða þau verkefni sem íslenska ríkið hefur styrkt síðustu 35 árin. Myndin er tekin á fæðingarheimilinu.Vísir/Sunna Þau hafa sem dæmi heimsótt fæðingarheimili í Mangochi-héraði þar sem þau hittu unga konu sem fæddi barn fyrr um daginn. Hún hafði komið á fæðingarheimilið fótgangandi og setti saga hennar hlutina fyrir þau í samhengi. Sunna ræddi við Ingu Dóru Pétursdóttur, forstöðukonu sendiráðs Íslands í Malaví, í kvöldfréttunum í gær. „Við erum búin að vera í samstarfi í 35 ár og alltaf í Mangochi-héraði,“ segir Inga Dóra en héraðið er það fjölmennasta utan höfuðborgarinnar. Þar búa alls 1,3 milljónir. Áhersla á menntun og styrkingu kvenna og stúlkna Inga Dóra segir að í þau 35 ár sem íslenska ríkið hafi styrkt þróunarsamvinnu í Malaví hafi alltaf verið lögð áhersla á það sama. Menntun, aðgengi að hreinu vatni, heilsu með áherslu á verðandi mæður og ungabörn og svo jafnrétti með áherslu á ungar konur og stúlkur. Inga Dóra segir að frá árinu 2012 hafi þau unnið í gegnum héraðsstjórnir sem séu eins og sveitarstjórnaryfirvöld í héraðinu. Þau beri ábyrgð á því að veita þjónustuna og hafi gert það frá þeim tíma með fjárhagslegum stuðningi frá íslenska ríkinu. Myndin er tekin í skóla í Mangochi-héraði sem var byggður fyrir fjárframlög frá íslenska ríkinu.Vísir/Sunna „Við erum ofboðslega stolt af þessu samstarfi og þessum áþreifanlega árangri sem við erum að sjá af þessu verkefni.“ Spurð um áhrifin af þessu verkefni segir inga Dóra að það tengist allt sem þau geri. Með því að mennta börn búi þau til nýja leiðtoga, sem sé þörf á í Malaví. Kona sem Sunna og Einar hittu á fæðingarheimili í Mangochi-héraði með nýfæddu barni sínu.Vísir/Sunna „Þegar við erum að bjarga lífi mæðra erum við ekki bara að bjarga einu mannslífi heldur móðir margra barna og þegar mörg börn missa móður sína þá riðlast allt á heimilinu. Þá erum við komin með hálfmunaðarlaus börn.“ Inga Dóra segir einnig að með því að auka aðgengi að hreinu vatni hafi verið komið í veg fyrir ungbarnadauða. Í héraðinu fæðist alls 70 þúsund ný börn á hverju ári og að með því að koma hreinu vatni til fólksins í héraðinu hafi þeim tekist að fækka ungbarnadauða um 56 prósent og mæðradauða um 34 prósent frá árinu 2017. „Við sjáum bara að þetta breytir lífi fólks og við finnum fyrir afskaplega miklu þakklæti. Ekki bara frá héraðsyfirvöldum og ríkisstjórninni heldur líka frá fólkinu sjálfu.“ Á þessu korti er hægt að sjá öll verkefnin sem íslenska ríkið hefur styrkt síðustu árin.
Þróunarsamvinna Utanríkismál Malaví Tengdar fréttir „Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka“ Lið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á alþjóðlega mótinu Rey Cup hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Þar með í för voru leikmennirnir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tækifæri til þess að upplifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftureldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktaraðila 22. janúar 2024 20:01 Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27 Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. 4. desember 2022 23:28 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þakklætið og brosið frá þeim gefur til baka“ Lið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á alþjóðlega mótinu Rey Cup hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Þar með í för voru leikmennirnir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tækifæri til þess að upplifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftureldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktaraðila 22. janúar 2024 20:01
Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. 17. mars 2023 13:27
Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra Helmingur barna á barnaheimili í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti barnaþorpið í dag. 4. desember 2022 23:28