Þrjú af fjórum liðum komin í fjögurra liða úrslit Snorri Már Vagnsson skrifar 14. mars 2024 22:49 Þrjú lið eru búin að tryggja sig í fjögurra liða úrslit á Stórmeistaramótinu í Counter-Strike. Þór, Saga og Aurora höfðu öll sigur af velli í kvöld og eru því komin áfram. Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti
Kvöldið hófst með viðureign FH og Sögu. Fyrsti leikur viðureignarinnar var afar jafn, en Saga sigraði leikinn í framlengingu, 15-19. FH jöfnuðu viðureignina þegar þeir sigruðu á Mirage, 13- 6. Að lokum hrifsaði Saga öruggan síðasta leik á Anubis, 5-13 og sló FH-inga þar með úr leik. Þórsarar sigruðu lið Vallea í þægilegum leik fyrir þá rauðu, en viðureignin fór 2-0. Þór hafði betur á Inferno og Anubis og fóru þeir leikir 13-8 og 13-5. Aurora mætti Ármanni utan útsendingar í afar jöfnum leik. Ármann sigruðu þó fyrsta hluta viðureignarinnar með miklum mun á Anubis, 4-13, en annar leikur viðureignarinnar fór langt í framlengingu sem endaði með sigri Aurora, 19-17. Í jöfnum lokaleik voru það Aurora sem báru sigur af borði á Overpass, 13-10. NOCCO Dusty og Breiðablik spila upp á síðasta plássið í fjögurra liða úrslitum á sunnudaginn 17. mars. Fylgjast má nánar með á Frag.is
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti